Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reykjanesbær styrkir eineltisverkefni
Mánudagur 12. janúar 2004 kl. 14:32

Reykjanesbær styrkir eineltisverkefni

Reykjanesbær styrkir eineltisverkefni í Holtaskóla og Myllubakkaskóla sem ætlað er að efla vitund nemenda og skilning á einelti sem og siðferðilega ábyrgð gagnvart samnemendum.
Verkefnið hófst í Holtaskóla á síðasta skólaári að frumkvæði foreldrafélagsins undir yfirskriftinni "Útlit" sem gaf góða raun og í kjölfarið fylgdi foreldrafélag Myllubakkaskóla sem jafnframt hyggst bjóða upp á fyrirlestra um einelti.
Verkefnið felst í skólagæslu nemenda í 10. bekk í frímínútum en í staðin fá þeir styrk í ferðasjóð við lok náms. Styrkurinn er fenginn frá Forvarnajóði Reykjanesbæjar.
Nemendur hafa fengið úlpur frá samtökunum Regnbogabörnum sem þau nota við gæsluna en á þeim stendur "Skólavinur". Regnbogabörn hafa tekið vel í verkefnið og hafa boðið nemendum á kvöldvöku í húsnæði samtakanna í Hafnarfirði, segir á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024