Reykjanesbær stofnaðili að fjölsmiðju
Böðvar Jónsson (D) verður áfram formaður bæjarráðs sem kom saman til fyrsta fundar í morgun á nýhöfnu kjörtímabili.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri, setti fundinn og stakk uppá Böðvari Jónssyni sem formanni bæjarráðs og Gunnari Þórarinssyni til vara og voru þeir sjálfkjörnir. Á þessum fyrsta fundi var m.a. samþykkt að Reykjanesbær yrði stofnaðili að Fjölsmiðju í Reykjanesbæ með 10 milljóna króna stofnfé. Var upphæðinni vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Þá var fjallað um ráðingasamning Árna Sigfússonar sem vék af fundi. Formanni bæjarráðs var falið að gagna fá samningnum við bæjarstjóra samkvæmt fyrirliggjandi drögum.
---
VFmynd/elg - Frá Fjölsmiðjunni í Reykjanesbæ.