Reykjanesbær sparar 200 milljónir árlega næstu 15 árin
Um tvö hundruð milljónir munu sparast árlega næstu fimmtán ár af lækkun vaxta eftir að Reykjanesbær lauk endurfjármögnun á 8,4 milljarða króna skuld sinni við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR).
Eftir endurfjármögnunina hefur Reykjanesbær endurheimt fjölda húseigna sem áður voru í eigu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar, s.s. grunnskóla, leikskóla og íþróttamannvirki.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri sagði að þetta væri ánægjulegt skref, að eignast mannvirkin aftur og ná fram verulegum sparnaði í leiðinni.