Reykjanesbær skrifar undir samning við KFUM og K
Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið (MÍT) hefur skrifað undir samning við KFUM og K í Reykjanesbæ þar sem mótuð er stefna í framkvæmd barna- og unglingastarfs á vegum félagsins. Á gildistíma samningsins greiðir MÍT félaginu kr. 1.600.000 sem skiptist í eftirfarandi þætti: efling á innra starfi og kynningu, leiðtogaþjálfun og fræðsla, niðurfelling fasteignagjalda á húsnæði, kynning á starfi innan Frístundaskólans og húsnæðisstyrk.
Félagsmenn og velunnarar hafa lagt fram mikla vinnu við endurbætur á félagsheimili KFUM og K, sérstaklega í sumar og ljóst að samningurinn mun efla starfið enn frekar.
Hlutverk KFUM og K er að efla og þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu með áherslu á kristilegt uppeldi. Með samningnum er aukin samvinna milli félagsins og MÍT um stefnumörkun þar sem m.a. verður komið inn á áherslur og markmið beggja aðila t.d. varðandi hugsanlega þátttöku og kynningu í Frístundaskóla Reykjanesbæjar.
Við undirritun samningsins lagði KFUM og K fram áætlun til þriggja ára um helstu verkefni á tímabilinu. Áætlunin verður endurskoðuð í september ár hvert í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar bæjarins. Samningurinn gildir fram til desember 2005. Frá þessu er greint á vefsíðu Reykjanesbæjar.
Félagsmenn og velunnarar hafa lagt fram mikla vinnu við endurbætur á félagsheimili KFUM og K, sérstaklega í sumar og ljóst að samningurinn mun efla starfið enn frekar.
Hlutverk KFUM og K er að efla og þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu með áherslu á kristilegt uppeldi. Með samningnum er aukin samvinna milli félagsins og MÍT um stefnumörkun þar sem m.a. verður komið inn á áherslur og markmið beggja aðila t.d. varðandi hugsanlega þátttöku og kynningu í Frístundaskóla Reykjanesbæjar.
Við undirritun samningsins lagði KFUM og K fram áætlun til þriggja ára um helstu verkefni á tímabilinu. Áætlunin verður endurskoðuð í september ár hvert í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar bæjarins. Samningurinn gildir fram til desember 2005. Frá þessu er greint á vefsíðu Reykjanesbæjar.