Reykjanesbær skrifar undir samning við Björgunarsveitina
Árni Sigfússon bæjarstjóri og Böðvar Jónsson formaður bæjarráðs skrifuðu f.h. Reykjanesbæjar undir samning við Björgunarsveitina Suðurnes (BS) á félagsfundi sveitarinnar 2. nóvember sl. um framkvæmd margvíslegra verkefna en að auki felur samningurinn í sér aðstoð við rekstur sveitarinnar.
Samningurinn gildir frá 1. janúar 2005 til 31. desember 2007 og mun Reykjanesbær greiða BS samtals kr. 9.500 milljónir fram til ársins 2007 en eftir það verður samningurinn endurnýjaður árlega. Reykjanesbær greiðir BS kr. 3.500 milljónir vegna ársins 2005 en síðan kr. 3.000 milljónir eftir það. Ástæða hærri greiðslu ársins 2005 er kostnaður sveitarinnar vegna öryggisgæslu á Ljósanótt 2004.
Í samninginum eru tekin saman helstu verkefni BS sem áður hefur verið greitt fyrir samkvæmt sérstökum samningum þar um.
Verkefni BS eru: undirbúningur, framkvæmd og frágangur á þrettándabrennu ásamt flugeldasýningu og gæslu í tengslum við hátíðina sem og öryggisgæsla, aðstoð við umferðarstýringu o.fl. á Ljósanótt ár hvert.
Einnig tekur samningurinn til undirbúningsvinnu vegna leikja- og þrautasvæðis sem BS hefur hug á að setja upp í nágrenni höfuðstöðva félagsins. Svæðið hyggst félagið nota til æfinga en það verður að auki opið almenningi til afnota.
Að auki felur samningurinn í sér almennan stuðning við rekstur félagsins með niðurfellingu á gjöldum, en frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Fleiri fréttir á www.reykjanesbaer.is