Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær skorar í viðhorfskönnun
Þriðjudagur 30. september 2008 kl. 17:06

Reykjanesbær skorar í viðhorfskönnun



Reykjanesbær er í fyrsta sæti á heildina litið þegar mælt er viðhorf íbúa til þjónustu í 15 stærstu sveitarfélögum landsins í nýrri könnun Capacent Gallup.

Könnunin var gerð 12, júní - 14. júlí og voru 4370 íbúar 15 stærstu sveitarfélaga á Íslandi spurðir um þjónustuþætti sveitarfélagsins. Yfir hundrað svarendur voru í hverju bæjarfélagi.

Reykjanesbær er í 1. - 3. sæti í öllum málaflokkum sem spurt er um, eða oftast sveitarfélaga, og í 2. sæti á eftir Seltjarnarnesi þegar spurt er um ánægju íbúa með sveitarfélagið sem stað til að búa á.

Á heildina litið voru 83% íbúa ánægðir með þjónustu Reykjanesbæjar (1. sæti), 69,6% voru ánægðir með framboð af leikskólaplássum (3. sæti), 75% voru ánægðir með umhverfismál (2. sæti), 60,4% voru ánægðir með skipulagsmál (1. sæti), 66,7% voru ánægðir með þjónustu Reykjanesbæjar við barnafjölskyldur (3. sæti), 76,7% voru ánægðir með þjónustu grunnskóla (3. sæti), 84,3% voru ánægðir með þjónustu leikskóla (3. sæti) og 89,6% voru ánægðir með aðstöðu til íþróttaiðkunar (1. sæti).

Fimmtán stærstu sveitarfélög á Íslandi eru í stafrófsröð: Akranes, Akureyri, Árborg, Fjarðarbyggð, Fljótsdalshérað, Garðabær, Hafnarfjörður, Ísafjarðarbær, Kópavogur,
Mosfellsbær, Reykjanesbær, Reykjavík, Seltjarnarnes, Skagafjörður , Vestmannaeyjar.


Loftmynd/OK: Það er gott að búa í Reykjanesbæ, samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024