Reykjanesbær selur HS Orku til Geysis Green Energy
Reykjanesbær selur hlut sinn í HS Orku á 13 milljarða króna samkvæmt drögum að samkomulagi sem kynnt voru í morgun. Kaupverðið er að stærstum hluta greitt með hlut í HS Veitum og skuldabréfi. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi.
Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í HS Orku og HS veitur um síðustu áramót. Fyrrnefnda fyrirtækið sér um orkuframleiðsluna, það síðarnefnda um almannaþjónustuna. Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í gærmorgun kynnti bæjarstjóri drög að samkomulagi sem felur í sér að Geysir Green Energy eignast meirihluta í HS Orku og Reykjanesbær meirihluta í HS Veitum.
Samkomulagið felur meðal annars í sér að Reykjanesbær kaupir landssvæðið sem auðlindirnar eru á fyrir 1,3 milljarða króna af HS orku. Á móti fær Reykjanesbær auðlindagjald sem getur orðið allt að 90 milljónir króna á ári, segir í fréttinni.
Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir að þegar það sé tryggt þá geti bærinn haldið áfram með þá þætti sem snúi að kaup bæjarins að auknum hlut í HS Veitu og sölu í HS Orku. Þessir fari allir vel saman og allt líti út og hann á von á að innan mánaðar gæti verkefnið legið fyrir.
Það gerist þannig að Geysir Green Energy kaupir hlut Reykjanesbæjar í HS Orku fyrir 13 milljarða króna. Tæpir 3 milljarðar eru greiddir í peningum, 4 milljarðar með hlut Geysis Green í HS Orku og 6 milljarðar með skuldabréfi sem greiðist á 7 árum.
Bæjarfulltrúi minnihlutans telur hins vegar mörgum spurningum enn ósvarað.
Ásgeir Margeirsson forstjóri Geysis Green Energy segir fjármögnun tryggða fyrir þessum kaupum en vildi ekki upplýsa nánar um hver hún væri.
www.ruv.is