Reykjanesbær samþykkir hlutafjáraukningu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur
				
				Skipasmíðastöð Njarðvíkur h/f. vill kanna hjá þeim hluthöfum sem eiga 2 millj. eða meira í hlutafé í félaginu hvort þeir væru reiðbúnir til að auka hlut sinn og þá hversu mikið. Erindið var meðal annars lagt fyrir bæjarrráð Reykjanesbæjar í vikunni.Bæjarráð samþykkir að auka hlutafé í Skipasmíðastöð Njarðvíkur h/f. um 2 millj. svo framalega sem 20 millj. kr. markmiði um aukningu náist svo og að skuldir félagsins við bæjarsjóð verði greiddar upp.
Samþykkt með 4 atkvæðum Böðvars Jónssonar, Bjarkar Guðjónsdóttur, Steinþórs Jónssonar og Ólafs Thordersen en Guðbrandur Einarsson situr hjá.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Samþykkt með 4 atkvæðum Böðvars Jónssonar, Bjarkar Guðjónsdóttur, Steinþórs Jónssonar og Ólafs Thordersen en Guðbrandur Einarsson situr hjá.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				