Reykjanesbær: Samkomulag um HS boðar farsæla lausn fyrir Suðurnes
Reykjanesbær hefur samþykkt fyrir sitt leyti samkomulag um að Reykjanesbær, Geysir Green Energy, Hafnarfjarðarkaupstaður og Orkuveita Reykjavíkur, eigi með sér samstarf innan Hitaveitu Suðurnesja hf.
1. Með samkomulaginu er tryggt að Reykjanesbær er áfram stærsti eignaraðilinn og með ráðandi hlut í HS.
2. Samkomulagið tryggir að HS verður áfram öflugt, sjálfstætt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ. Engin röskun verður á högum starfsfólks HS á starfssvæði fyrirtækisins.
3. Með samkomulaginu gerist OR hluthafi í Keili. Atlantic Center of Excellence, sem stofnað er á fyrrum varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli og hlutast til um að ýmis rannsóknar- og þróunarverkefni verði unnin þar. GGE er þegar virkur hluthafi og samtarfsaðili Keilis.
4. Með samkomulaginu eru aðilar með fjármagn og fagþekkingu fengnir inn í HS, sem hyggjast koma sterkir að stuðningi við samfélagsleg verkefni á starfssvæði HS.
5. Samkomulagið tryggir jafnframt fyrstu skref í einkavæðingu orkufyrirtækja á Íslandi þar sem kraftar einkaframtaksins verða virkjaðir á sviði orkuframleiðslu og sölu, með tilkomu Geysis Green Energy, sem hluthafa í Hitaveitu Suðurnesja.
6. Auk þess að halda ráðandi hlut í HS skapast talsverður hagnaður Reykjanesbæjar af þessum viðskiptum við GGE og OR, sem gerir sveitarfélaginu kleift að greiða niður skuldir bæjarsjóðs.
Hlutur Reykjanesbæjar verður tæp 35%, GGE 32%, OR 16.6%, Hafnarfjarðar 15,4% Gert er ráð fyrir að hlutur OR geti orðið 32% selji Hafnarfjörður hlut sinn til OR.
Eftir þessar breytingar er hlutur Reykjanesbæjar í HS nú 18,5 milljarða kr. virði.
Fréttatilkynning frá Reykjanesbæ
1. Með samkomulaginu er tryggt að Reykjanesbær er áfram stærsti eignaraðilinn og með ráðandi hlut í HS.
2. Samkomulagið tryggir að HS verður áfram öflugt, sjálfstætt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ. Engin röskun verður á högum starfsfólks HS á starfssvæði fyrirtækisins.
3. Með samkomulaginu gerist OR hluthafi í Keili. Atlantic Center of Excellence, sem stofnað er á fyrrum varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli og hlutast til um að ýmis rannsóknar- og þróunarverkefni verði unnin þar. GGE er þegar virkur hluthafi og samtarfsaðili Keilis.
4. Með samkomulaginu eru aðilar með fjármagn og fagþekkingu fengnir inn í HS, sem hyggjast koma sterkir að stuðningi við samfélagsleg verkefni á starfssvæði HS.
5. Samkomulagið tryggir jafnframt fyrstu skref í einkavæðingu orkufyrirtækja á Íslandi þar sem kraftar einkaframtaksins verða virkjaðir á sviði orkuframleiðslu og sölu, með tilkomu Geysis Green Energy, sem hluthafa í Hitaveitu Suðurnesja.
6. Auk þess að halda ráðandi hlut í HS skapast talsverður hagnaður Reykjanesbæjar af þessum viðskiptum við GGE og OR, sem gerir sveitarfélaginu kleift að greiða niður skuldir bæjarsjóðs.
Hlutur Reykjanesbæjar verður tæp 35%, GGE 32%, OR 16.6%, Hafnarfjarðar 15,4% Gert er ráð fyrir að hlutur OR geti orðið 32% selji Hafnarfjörður hlut sinn til OR.
Eftir þessar breytingar er hlutur Reykjanesbæjar í HS nú 18,5 milljarða kr. virði.
Fréttatilkynning frá Reykjanesbæ