Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær opnar bókhaldið sitt
Þriðjudagur 29. ágúst 2017 kl. 14:42

Reykjanesbær opnar bókhaldið sitt

Reykjanesbær mun opna bókhald sitt á netinu föstudaginn 1. september nk.
Gögn verða sótt beint í bókhaldskerfi bæjarins og kallast það „Opið bókhald Reykjanesbæjar“ sem er unnið í samvinnu við ráðgjafasvið KPMG á Íslandi.

Hægt verður að sjá heildarveltu lánardrottna sem og viðskipti hverrar stofnunar hjá viðkomandi lánardrottni á ákveðnu tímabili.
Ekki verður hægt að skoða einstaka reikninga.

Opið bókhald hjá Reykjanesbæ er byggt á sama grunni og opið bókhald Garðabæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024