Reykjanesbær og Varnarliðið gera með sér gagnkvæman aðstöðusamning
Í dag var undirritaður samningur um gagnkvæm afnot Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og Reykjanebæjar af íþróttamannvirkjum þessara tveggja aðila. Samningurinn er gerður með tilliti til vináttusamningsins svokallaða sem felur í sér eflingu samstarfs á félagslegum hliðum Reykjanesbæar og Varnarliðsins. Þeir sem hafa afnot af aðstöðunni hjá Varnarliðinu eru aðildarfélög í íþróttabandalagi Reykjanesbæjar og kostar það þá ekki neitt. Þá hafa liðsmenn hersins aðgang að mannvirkjum Reykjanesbæjar gegn því að framvísa skilríkjum. Ellert Eiríksson bæjarstjóri Reykjanesbæar og Dean M. Kiyohara undirrituðu samningin í íþróttahúsi Varnarliðsins í dag og var þá meðfylgjandi mynd tekin.