Reykjanesbær og Leiðsögumenn Reykjaness undirrita menningarsamning
Undirritaður var í gær menningarsamningur milli Reykjanesbæjar og Leiðsögumanna Reykjaness fyrir árið 2008. Þetta er í þrettánda skipti sem Reykjanesbær gerir menningarsamning við félagasamtök og stofnanir. Í menningarsamningnum við Leiðsögumenn Reykjaness kemur m.a. fram að Leiðsögumenn muni taka þátt í samstarfsverkefnum er varða menningar – og ferðamál, og félagið hafi frumkvæði að því að efla og styrkja umræðu um sögu og náttúru bæjarfélagsins.
Mynd: Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Bergur Sigurðsson, formaður Leiðsögumanna, undirrituðu menningarsamninginn.
Mynd: Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Bergur Sigurðsson, formaður Leiðsögumanna, undirrituðu menningarsamninginn.