RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Reykjanesbær: Mun sterkari staða þrátt fyrir andstreymi
Miðvikudagur 18. apríl 2012 kl. 09:37

Reykjanesbær: Mun sterkari staða þrátt fyrir andstreymi

Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Reykjanesbæjar sýnir svo ekki verður um villst að tekist hefur að styrkja reksturinn umtalsvert á undanförnum árum, þrátt fyrir erfitt atvinnuástand. Augljóst er að bæjarsjóður mun standa mjög sterkur eftir þegar atvinnulífið tekur aftur við sér, vonandi á næsta ári, segir í bókun Sjálfstæðismanna á bæjarstjórnarfundi í gær.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2011 er hlutfall hagnaðar af rekstrartekjum, fyrir fjármagnsliði, með því mesta sem gerist hjá íslenskum sveitarfélögum.

Það mælist 15,2% hjá Reykjanesbæ og er það með því hæsta sem kynnt hefur verið í ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2011.

Skuldir vegna fjárfestinga í atvinnulífi, skólamannvirkjum og innviðum eru enn háar. Svonefnt skuldahlutfall, var nýlega farið að nota til viðmiðunar um stöðu sveitarfélaga. Það mælir heildarskuldir og skuldbindingar á móti rekstrartekjum ársins. Á síðustu 10 árum hefur skuldahlutfall Reykjanesbæjar lækkað í samstæðureikningi úr 245% árið 2002, í rúmlega 230% árið 2011. Gangi áætlanir eftir mun skuldahlutfall bæjarsjóðs fara niður fyrir 200% á þessu ári.

Þrátt fyrir veruleg áföll í atvinnulífinu og mikla uppbyggingu í innviðum samfélagsins sýnir þessi samanburður að vel hefur tekist að halda í horfinu. Öllum er ljóst að staða Reykjaneshafnar vegna mikilla fjárfestinga í Helguvík sem enn hafa tafist, veikir fjárhagsstöðuna. Á sama hátt er öllum ljóst að um leið og atvinnuverkefni taka við sér í Helguvík, þar sem unnið er að uppbyggingu á margvíslegum verksmiðjurekstri, er unnt að leysa fjárhagsvanda hafnarinnar á fáeinum árum. Þá tekur höfnin og atvinnsuvæðið í Helguvík að leggja bæjarbúum til fjölbreytt og vel launuð störf og Reykjanesbæ góðan hagnað af rekstrinum.

Frá Helguvík. VF-mynd/Oddgeir Karlsson.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025