Reykjanesbær með 12% stofnframlag til Bjargs og Brynju
Bjarg íbúðafélag hefur lagt fram umsókn um stofnframlag frá Reykjanesbæ. Málið var tekið fyrir í bæjarráði í síðustu viku. Lagt var fram erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem óskað er eftir staðfestingu frá Reykjanesbæ vegna umsóknar Bjargs íbúðafélags.
Bæjarráð samþykkir stofnframlag 12% af áætluðum byggingarkostnaði kr. 350.476.541. Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins hefur einnig sent inn umsókn um stofnframlag. Bæjarráð samþykkir stofnframlag 12% af áætluðum byggingarkostnaði kr. 1.023.781.176.