Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 31. janúar 2002 kl. 11:29

Reykjanesbær lækkar gjaldskrá eftir fund með ASÍ

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur lýst vilja sínum til að taka þátt í þjóðarátaki við að halda verðbólgu í skefjum og hefur samþykkt að draga til baka nokkrar gjaldskrárbreytingar frá síðustu áramótum.Fulltrúar ASÍ þeir Halldór Björnsson og Halldór Grönvold á fund bæjarráðs í morgun þar sem þeir lýstu átaki sínu gegn verðbólgu.

Gjaldskrárliðir sem breytast til fyrra horfs eru:
Leikskólar : Tímagjald í vistun.
Grunnskólar: Tímagjald í gæslu.
Sundstaðir: Aðgangseyrir.

Kostnaði vegna þessara aðgerða verði mætt með lækkun á óráðstöfuðum tekjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024