Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reykjanesbær: Kvennasveitin Dagbjörg bjargar flugeldasölunni
Sunnudagur 30. desember 2007 kl. 13:27

Reykjanesbær: Kvennasveitin Dagbjörg bjargar flugeldasölunni

Nú eru björgunarsveitarmenn í Björgunarsveitinni Suðurnes uppteknir við björgunarstörf víða um Reykjanesbæ í þeim óveðurshvelli sem nú gengur yfir. Þar sem nú er einnig háannatími í flugeldasölunni hjá björgunarsveitinni hefur kvennasveitin Dagbjörg hlaupið undir bagga með björgunarsveitinni og tekur á móti viðskiptavinum í flugeldasölunni.

Í tilkynningu frá Björgunarsveitinni Suðurnes eru bæjarbúar í Reykjanesbæ hvattir til að standa við bakið á björgunarsveitinni fyrir þessi áramót og styrkja starfsemina með því að kaupa björgunarsveitar-flugelda.

Allt bendir til þess að aðstæður til að skjóta upp á miðnætti á morgun verði vel þolanlegar.

Mynd: Björgunarsveitarmaður að störfum skömmu fyrir birtingu í morgun. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024