Reykjanesbær: Íbúafundir með bæjarstjóra hefjast á þriðjudag
Árlegir íbúafundir með Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefjast þriðjudaginn 13. maí nk. og er fyrsti fundurinn haldinn fyrir íbúa Innri-Njarðvíkur.
Á fundunum verður m.a. fjallað um helstu verkefni í bænum á sviði umhverfismála, gatnaframkvæmda, skólamála, félagsþjónustu, ferðaþjónustu, menningar, íþrótta og tómstunda.
Þá verður farið yfir framkvæmdir í hverfum og tekið við ábendingum íbúa um það sem betur má fara.
Til að auðvelda íbúum aðsókn og umfjöllun um næsta nágrenni er fundarstöðum og dagsetningum skipt á eftirfarandi hátt.
13. maí Íbúafundur í Akurskóla
14. maí Íbúafundur í Njarðvíkurskóla
15. maí Íbúafundur í safnaðarheimilinu í Höfnum
19. maí Íbúafundur í Holtaskóla (Keflavík sunnan Aðalgötu)
20. maí Íbúafundur í Heiðarskóla (Keflavík norðan Aðalgötu)
21. maí Íbúafundur í hátíðarsal Keilis (Íbúar á Vallarheiði)
Fundirnir hefjast allir kl. 20:00 og verða sendir út í beinni á www.reykjanesbaer.is.
VF-mynd úr safni - Árni Sigfússon í pontu í Akurskóla í fyrravor.