Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reykjanesbær í Útsvari á morgun
Lið Reykjanesbæjar. Baldur Guðmundsson, Hulda Geirsdóttir Newman og Erik Olaf Eriksson, ásamt Árna Sigfússyni.
Fimmtudagur 29. nóvember 2012 kl. 09:13

Reykjanesbær í Útsvari á morgun

Reykjanesbær mætir á morgun Mosfellsbæ í spurningakeppni sveitarfélagana í Ríkissjónvarpinu, Útsvari. Viðureignin er liður í annari umferð þáttarins en Reykjanesbær bar sigurorð af Fljótsdalshérað í fyrstu umferð. Afar mjótt var á munum í þeirri viðureign, 68-67 og var keppnin afar spennandi. 

Samkvæmt fregnum Víkurfrétta hefur liðið ekki verið að hittast mikið að undanförnu, heldur verið að æfa í sitthvoru horninu. Þó er ætlunin að taka eina stranga æfingu í kvöld til að bera saman bækur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þátturinn hefst að venju klukkan 20:30 annað kvöld.