Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála
Þriðjudagur 15. janúar 2008 kl. 16:24

Reykjanesbær hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála

Reykjanesbær hefur hlotið styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála sem félags- og tryggingamálaráðuneytið veitti föstudaginn 11. janúar sl.

Alls bárust 32 umsóknir í sjóðinn að upphæð tæpar 42 milljónir króna og voru veittir 17 styrkir í þremur flokkum, þ.e. þróunarverkefni, rannsóknir og önnur verkefni. Heildarfjárhæð styrkjanna var 9.250 þúsund krónur

Reykjanesbær hlaut styrk til verkefnisins Hver vegur að heiman er vegurinn heim: Aðlögun innflytjenda að lífi í nýju landi.

Markmiðið verkefnisins er að nýir íbúar verði fljótt fullgildir og jákvæðir þátttakendur í samfélagi Reykjanesbæjar. Verkefnið hlaut styrk að fjárhæð ein milljón króna. 
 
Af vef Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024