Reykjanesbær hækkar laun á leikskólum
Laun leikskólakennara í Reykjanesbæ hafa verið hækkuð í samræmi við heimild launanefndar sveitarfélaganna til hækkunar. Áður höfðu bæjaryfirvöld hækkað laun ófaglærðra starfsmanna leikskólanna til samræmis við starfsmenn grunnskóla.
Algengasta hækkun leikskólakennara er um fimm launaflokka auk 14.700 kr. eingreiðslu á mánuði fyrir fullt starf. Heildarútgjaldaaukning bæjarins til leikskólakennara er 13.5 milljónir króna á tímabilinu 1. jan fram í september, en þá er gert ráð fyrir að nýir kjarasamningar taki gildi.
„Við höfum frekar talað fyrir hærri launum í uppeldis og umönnunarstörfum innan vettvangs sveitarfélaganna,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í samtali við Víkurfréttir og bætir því við að þetta hafi ekki verið erfið ákvörðun. „Við minntumst síðast á þessi mál á launaráðstefnu sveitarfélaganna. Hins vegar höfum við viljað fylgja því samstarfi sem við höfum verið í og þess vegna frekar beint okkar orðum inn á vettvang sveitarfélaganna en út á við, um það sem okkur finnst rétt að gera.“
Kostnaðarauki bæjarins vegna hækkunar ófaglærðra starfsmanna er um 10 milljónir á árinu, en Árni segir að þær hækkanir hafi komið til áður en rósturnar urðu í Reykjavík. „Hækkanirnar hjá okkur voru með vitund og vilja leikskólakennara og ollu ekki neinum væringum eins og í Reykjavík.“
Sem dæmi um hækkun getur 25 ára ófaglærður starfskraftur nú fengið 139 þúsund á mánuði í samanburði við 122 þúsund sem eru samkvæmt launatöflu. Það er gert m.a. með frammistöðutengdum umbunum líkt og fyrir góða mætingu sem mun skila sér í launaumslag þeirra.
„Við erum mjög sátt við þessar aðgerðir,“ sagði Árni að lokum. „Reyndar teljum við síður en svo að þessar starfsstéttir séu ofaldar af þessum launum. Störf þeirra eru enn vanmetin en við munum ræða þessi mál innan vettvangs sveitarfélaganna.“
Algengasta hækkun leikskólakennara er um fimm launaflokka auk 14.700 kr. eingreiðslu á mánuði fyrir fullt starf. Heildarútgjaldaaukning bæjarins til leikskólakennara er 13.5 milljónir króna á tímabilinu 1. jan fram í september, en þá er gert ráð fyrir að nýir kjarasamningar taki gildi.
„Við höfum frekar talað fyrir hærri launum í uppeldis og umönnunarstörfum innan vettvangs sveitarfélaganna,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í samtali við Víkurfréttir og bætir því við að þetta hafi ekki verið erfið ákvörðun. „Við minntumst síðast á þessi mál á launaráðstefnu sveitarfélaganna. Hins vegar höfum við viljað fylgja því samstarfi sem við höfum verið í og þess vegna frekar beint okkar orðum inn á vettvang sveitarfélaganna en út á við, um það sem okkur finnst rétt að gera.“
Kostnaðarauki bæjarins vegna hækkunar ófaglærðra starfsmanna er um 10 milljónir á árinu, en Árni segir að þær hækkanir hafi komið til áður en rósturnar urðu í Reykjavík. „Hækkanirnar hjá okkur voru með vitund og vilja leikskólakennara og ollu ekki neinum væringum eins og í Reykjavík.“
Sem dæmi um hækkun getur 25 ára ófaglærður starfskraftur nú fengið 139 þúsund á mánuði í samanburði við 122 þúsund sem eru samkvæmt launatöflu. Það er gert m.a. með frammistöðutengdum umbunum líkt og fyrir góða mætingu sem mun skila sér í launaumslag þeirra.
„Við erum mjög sátt við þessar aðgerðir,“ sagði Árni að lokum. „Reyndar teljum við síður en svo að þessar starfsstéttir séu ofaldar af þessum launum. Störf þeirra eru enn vanmetin en við munum ræða þessi mál innan vettvangs sveitarfélaganna.“