SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Reykjanesbær hækkar ekki grunnþjónustu barna
Gjöld í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hækka umfram vísitölu til að nálgast gjaldtöku annarra sveitarfélaga.
Mánudagur 4. janúar 2016 kl. 15:50

Reykjanesbær hækkar ekki grunnþjónustu barna

- Gjald í tónlistarskóla hækkar

Reykjanesbær mun ekki hækka tímagjald í leikskóla, gjöld frístundaskóla, áskriftir skólamáltíða eða sundferðir barna nú um áramót. Flestar hækkanir á gjaldskrá Reykjnesbæjar árið 2016 eru samkvæmt hækkun vísitölu, samkvæmt því er fram kemur á vef bæjarfélagsins.

Stærstu breytingarnar í gjaldskrá Reykjanesbæjar árið 2016 er gjaldtaka í Duus safnahús sem verður í samræmi við aðgangseyri Rokksafns Íslands, það er 1500 krónur fyrir almenning, 1200 fyrir eldri borgara og öryrkja og frítt fyrir börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Frá áramótum þarf að greiða sérstakt gjald fyrir heimsenda máltíð, gjaldtaka heimaþjónustu er nú tekjutengd og stakur miði í sund hækkar um 150 krónur, fer úr 550 krónum í 700 krónur. Gjöld í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hækka umfram vísitölu til að nálgast gjaldtöku annarra sveitarfélaga. Aðrar hækkanir eru samkvæmt þróun vísitölu. Fasteignagjöld og útsvarsprósenta verða óbreytt.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025