Reykjanesbær: Gestir á bókasafnið að meðaltali 280 á dag
Útlán á Bókasafni Reykjanesbæjar voru alls 87.335 árið 2006 og útlán á hvern íbúa 7,3 en íbúar Reykjanesbæjar voru 11.928 þann 1. desember 2006.
Útlánum fækkar um 8.610 en útlánatölur eru ekki marktækar þar sem bókasafnið skipti um bókasafnskerfi á árinu.
Alls voru sóttar 593.040 greinar á Hvar er? en þar af voru íbúar Reykjanesbæjar 23.021. Heimsóknir á vefbókasafnið oru 209.474 (1,011,529 leitir á árinu) þar af voru íbúar Reykjanesbæjar 8.111 (392,431 leitir á árinu).
Fjöldi skráðra lánþega í nýja kerfinu voru í desember 2006 2.686. Gestir á bókasafnið voru 76.365 eða 280 að meðaltali á dag.
Heimsóknir leikskólabarna voru 74, áætlaður gestafjöldi 592 og heimsóknir grunnskólanemeda 6, áætlaður gestafjöldi 240.
Bókasafn Reykjanesbæjar er opið frá kl. 10:00 - 20:00 virka daga og kl. 10:00 - 16:00 laugardaga á veturna en á sumrin styttist opnunartíminn um eina klukkustund virka daga.
Börn að 18 ára aldri fá frí bókasafnsskírteini og þurfa foreldrar að ganga í ábyrgð fyrir börnin. Útlánatími bóka er mánuður og hvert barn má hafa fjórar bækur í einu, auk kvikmyndar eða tónlistar. Greiða þarf sérstaklega fyrir kvikmyndir og sektir fyrir vanskil.
Laugardagar eru fjölskyldudagar á bókasafninu. Þá tekur safnið fram kistil sem er fullur af dóti og aðstandendur geta valið bækur eða lesið tímarit á meðan. Einnig er hægt að fá spil til afnota á safni og taflborð er í barnadeild.
Af vef Reykjanesbæjar