Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær frestar framkvæmdum í Helguvík
Laugardagur 27. september 2014 kl. 12:27

Reykjanesbær frestar framkvæmdum í Helguvík

Reykjanesbær hefur frestað framkvæmdum upp á 70 milljónir króna í sem áttu að fara fram í Helguvík á þessu ári. Framkvæmdunum er frestað til næsta árs. Siglingastofnun vinnur nú að hönnun á 150 metra löngum viðlegukanti í Helguvíkurhöfn. Gert er ráð fyrir að ráðast verði í þá framkvæmd á næsta ári. Ekki eru til peningar til að fara í þá framkvæmd sem er nauðsynleg vegna uppbyggingar kísilvera í Helguvík.
 
„Þegar hafa verið teknar ákvarðanir um að fresta framkvæmdum sem voru fyrirhugaðar á þessu ári yfir til næsta árs. Viðlegukanturinn sem um ræðir er nauðsynlegur vegna uppbyggingar á kísilverunum tveim en það er ljóst að við munum fresta þessari vinnu eins  lengi og við getum og þar til peningar koma inn. Við höfum ekki fjármagn sem stendur til að fara í framkvæmdir,“ sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í síðustu viku.
 
„Við vitum það að við höfum skyldum að gegna við þessi kísilver sem eru að koma. Við munum ekki fara út í neinar framkvæmdir nema þær séu virkilega bráðnauðsynlegar. Það er alveg ljóst“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024