Reykjanesbær fjárfestir í Geysir Green Energy
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að fjárfesta í fyrirtækinu Geysir Green Energy. Bærinn hyggst kaupa 2.5% í fyrirtækinu, sem kynnti framtíðaráform sín í síðustu viku, en það stefnir að því að fjárfesta fyrir 80 milljarða íslenskra króna víða um heim í ýmsum verkefnum tengdum sjálfbærri orkuframleiðslu. Þá mun fyrirtækið leita tækifæra í nýtingu jarðvarma og fjárfestingum í þróun og byggingu jarðvarmaorkuvera.
Kaupverð hlutarins er 175 milljónir króna, sem verður fjármagnað með lántöku. Málinu var skotið til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Vf-mynd/Pket: Frá undirritun viljayfirlýsingar Geysir Green Energy og Reykjanesbæjar.