Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær fékk tvö þúsund andlitsgrímur að gjöf frá Kína
Jin Zhijian sendiherra afhenti Kjartani Má bæjarstjóra gjöf frá vinabænum Xianyang í Kína.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 25. júlí 2020 kl. 21:50

Reykjanesbær fékk tvö þúsund andlitsgrímur að gjöf frá Kína

Jin Zhijian sendiherra Kína afhenti Kjartani Má Kjartanssyni, bæarstjóra í Reykanesbæ tvö þúsund andlitsgrímur í heimsókn bæjarstjórans í kínverska sendiráðið 22. júlí sl. Tilefni heimsóknarinnar var m.a. að endurgjalda heimsókn Jin í Ráðhús Reykjanesbæjar í apríl í fyrra en einnig til að ræða með hvaða hætti væri hægt að efla vinabæjarsamstarf milli Reykjanesbæjar og  Xianyang borgar. Reykjanesbær og Xianyang hófu formlegt vinabæjarsamstarf árið 2014 og hefur verið vilji til að efla tengslin.  

Borgaryfirvöld í Xianyang vildu gefa Reykjanesbæ andlitsgrímurnar til að styðja við mikilvægar sóttvarnir í baráttu við kórónuveiruna. Grímurnar verða nýttar í viðkvæmum stofnunum og starfsstöðvum Reykjanesbæjar fyrir bæði starfsmenn og aðra íbúa bæjarins sem heimsækja þær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024