Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 20. desember 2001 kl. 09:42

Reykjanesbær fær viðhafnarkeðju að gjöf

Reykjanesbæ var færð viðhafnarkeðja að gjöf við upphaf bæjarstjórnarfundar á þriðjudag. Ellert Eiríksson bæjarstjóri og formaður Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar afhenti keðjuna en Skúli Þ. Skúlason, forseti bæjarstjórnar, tók við henni fyrir hönd bæjarsjóðs. Keðjan er hönnuð af Ófeigi Björnssyni gullsmið. Viðhafanarkeðjur sem þessi eru notaðar við hátíðleg tækifæri af borgar- og bæjarstjórum auk þess sem Forseti Íslands ber slíka keðju við sérstök tækifæri. Einkenni á þessari keðju eru Eldey undan Reykjanesi og fuglategundin súla, en súlan er einmitt einkennisfugl Reykjanesbæjar og skreytir merki bæjarinns.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024