Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær fær hæsta framlagið úr Jöfnunarsjóði
Fimmtudagur 21. október 2010 kl. 09:57

Reykjanesbær fær hæsta framlagið úr Jöfnunarsjóði


Reykjanesbær fær hæsta tekjujöfnunarframlagið úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, samkvæmt tillögu ráðgjafarnefndar sjóðsins. Fær Reykjanes rúmar 211 milljónir króna úr sjóðnum, Rangárþing eystra fær 82 milljónir og Eyjafjarðarsveit 74 milljónir. Alls er úthlutað 1228 milljónum króna á þessu ári.

Í dag koma þrír fjórðu hlutar af áætluðu framlagi til greiðslu eða samtals um 921 milljón króna.  Uppgjör framlaganna  fer fram fyrir áramót á grundvelli leiðréttrar skrár um álagðar skatttekjur sveitarfélaganna.

Mbl.is greinir frá þessu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024