Reykjanesbær fær frest til 10. júlí
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur veitt bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ frest til 10. júlí næstkomandi til að taka afstöðu til tillögu nefndarinnar um að bæjarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 7. júní síðastliðinn að óska eftir fresti þar sem viðræður við kröfuhafa standa enn yfir.