Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær fær ekki þrjá fulltrúa í stjórn SSS
Laugardagur 14. apríl 2012 kl. 15:55

Reykjanesbær fær ekki þrjá fulltrúa í stjórn SSS

Tillaga Reykjanesbæjar um að stjórnarmönnum í Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum yrði fjölgað úr fimm í sjö var felld á auka aðalfundi SSS, sem haldinn var í Grunnskóla Sandgerðis, síðdegis í gær. Á fundinum var tekist á um tillöguna en breytingar á samþykktum SSS voru til afgreiðslu á fundinum. Samkvæmt tillögunni átti Reykjanesbær að hafa þrjá fulltrúa í stjórn en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum einn fulltrúa hvert.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nokkrar aðrar breytingar voru lagðar til á samþykktum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Aðrar breytingar voru menn sammála um en að lokum var kosið um tvær tillögur. Reykjanesbær greiddi einn atkvæði með tillögu um fjölgun stjórnarmanna í sjö en önnur sveitarfélög voru á móti. Tillaga um að fulltrúar í stjórn verði áfram fimm var síðan samþykkt með atkvæðum allra sveitarfélaganna.

Á auka aðalfundinum í Sandgerði í gær var auk breytinga á samþykktum SSS, fjallað um svokallað IPA-verkefni sem Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, hefur verið að vinna, auk kynningar á Heklunni. Þá var einnig kynning á notendastýrðri persónulegri aðstoð undir liðnum málefni fatlaðs fólks.



VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson