Reykjanesbær einn eftir í Hafnarsamlaginu
Samþykkt var á hreppsnefndarfundi í Gerðarhreppi á miðvikudaginn að hreppurinn segði sig einhliða úr Hafnarsamlagi Suðurnesja (HASS). Tillagan kom frá Ólafi Kjartanssyni og hljóðar svo: „Hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkir að segja sig úr Hafnarsamlagi Suðurnesja einhliða með rökstuddri greinagerð og draga fulltrúa sinn í stjórn samlagsins út úr stjórninni nú þegar, vegna vanefnda að hálfu ríkisvaldsins.”
Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum en Sigurður Ingvarsson sveitastjóri sat hjá og lagði fram eftir farandi bókun: „Ég sit hjá við afgreiðslu tillögunnar. Ég harma þá þróun sem átt hefur sér stað hjá Hafnasamlagi Suðurnesja, sem leiðir nú til úrsagnar Gerðahrepps úr samlaginu.Tilgangur minn með að samþykkja inngöngu í HASS á sínum tíma var sú trú að það myndi verða til að efla alla starfsemi hafnarinnar hér í Garði og að það yrði til að byggja upp smábátahöfn.
Eins og margoft hefur komið fram lágu fyrir vilyrði frá þingmönnum og samgönguráðherra að við inngöngu í HASS myndi það verða til þess að hér í Garði yrði uppbygging á hafnarsvæðinu.
Ég hélt að það væri hægt að treysta orðum þessara aðila. Því miður reyndist svo ekki vera.
Ég vil taka það skýrt fram að samstarfsaðilar mínir í stjórn HASS hafa staðið heilshugar að málum og viljað stuðla að uppbyggingu hafnarmála hér í Garði".
Samkvæmt stofnsamningi Hafnarsamlags Suðurnesja er hægt að segja sig einhliða úr samlaginu og taka úrsagnir gildi tóf mánuðum eftir tilkynningu um úrsögn. Sérstök skilanefnd á að skipta eignum og skuldum Hafnasamlagsins og er slík nefnd einmitt að störfum núna vegna úrsagnar Vatnsleysustrandarhrepps úr Hafnarsamlaginu fyrir nokkru síðan. Ekki hefur náðst samkomulag um þá skiptingu.
Það er því ljóst að Reykjanesbær stendur einn eftir í Hafnarsamlaginu og mun það því líklegast leysast upp þar sem grundvöllur stofnsamningsins er brostinn.
Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum en Sigurður Ingvarsson sveitastjóri sat hjá og lagði fram eftir farandi bókun: „Ég sit hjá við afgreiðslu tillögunnar. Ég harma þá þróun sem átt hefur sér stað hjá Hafnasamlagi Suðurnesja, sem leiðir nú til úrsagnar Gerðahrepps úr samlaginu.Tilgangur minn með að samþykkja inngöngu í HASS á sínum tíma var sú trú að það myndi verða til að efla alla starfsemi hafnarinnar hér í Garði og að það yrði til að byggja upp smábátahöfn.
Eins og margoft hefur komið fram lágu fyrir vilyrði frá þingmönnum og samgönguráðherra að við inngöngu í HASS myndi það verða til þess að hér í Garði yrði uppbygging á hafnarsvæðinu.
Ég hélt að það væri hægt að treysta orðum þessara aðila. Því miður reyndist svo ekki vera.
Ég vil taka það skýrt fram að samstarfsaðilar mínir í stjórn HASS hafa staðið heilshugar að málum og viljað stuðla að uppbyggingu hafnarmála hér í Garði".
Samkvæmt stofnsamningi Hafnarsamlags Suðurnesja er hægt að segja sig einhliða úr samlaginu og taka úrsagnir gildi tóf mánuðum eftir tilkynningu um úrsögn. Sérstök skilanefnd á að skipta eignum og skuldum Hafnasamlagsins og er slík nefnd einmitt að störfum núna vegna úrsagnar Vatnsleysustrandarhrepps úr Hafnarsamlaginu fyrir nokkru síðan. Ekki hefur náðst samkomulag um þá skiptingu.
Það er því ljóst að Reykjanesbær stendur einn eftir í Hafnarsamlaginu og mun það því líklegast leysast upp þar sem grundvöllur stofnsamningsins er brostinn.