Reykjanesbær: Björgunarsveitin Suðurnes með þrjá sölustaði
Stærsta og mikilvægasta fjáröflun Björgunarsveitarinnar Suðurnes er sala flugelda fyrir áramótin. Flugeldamarkaðir sveitarinnar eru á þremur stöðum í Reykjanesbæ.
Stærsti markaðurinn er í björgunarsveitarhúsinu við Holtsgötu, en einnig eru flugeldamarkaðir við Njarðarbraut 3 (í húsnæði Lyftu.is) og í söluskúr við Reykjaneshöll.
Í kvöld, föstudagskvöld, verður hátíð við flugeldamarkaðinn á Holtsgötu sem mun enda með flugeldasýningu í boði Sparisjóðsins í Keflavík.
Fjölmargar nýjungar eru í boði í flugeldum fyrir þetta ár. Telst mönnum til að nú séu 18 nýjar tertur eða flugeldar. Að sögn björgunarsveitarmanna sem voru að undirbúa sölustaðina þegar blaðamaður kom þar við, eru flugeldarnir alltaf að verða stærri og glæsilegri.
Flugeldasalan er mjög mikilvæg fyrir Björgunarsveitina Suðurnes og ástæða til að hvetja fólk til að muna eftir björgunarsveitunum þegar verslaðir eru flugeldar fyrir áramótin.
Stærsti markaðurinn er í björgunarsveitarhúsinu við Holtsgötu, en einnig eru flugeldamarkaðir við Njarðarbraut 3 (í húsnæði Lyftu.is) og í söluskúr við Reykjaneshöll.
Í kvöld, föstudagskvöld, verður hátíð við flugeldamarkaðinn á Holtsgötu sem mun enda með flugeldasýningu í boði Sparisjóðsins í Keflavík.
Fjölmargar nýjungar eru í boði í flugeldum fyrir þetta ár. Telst mönnum til að nú séu 18 nýjar tertur eða flugeldar. Að sögn björgunarsveitarmanna sem voru að undirbúa sölustaðina þegar blaðamaður kom þar við, eru flugeldarnir alltaf að verða stærri og glæsilegri.
Flugeldasalan er mjög mikilvæg fyrir Björgunarsveitina Suðurnes og ástæða til að hvetja fólk til að muna eftir björgunarsveitunum þegar verslaðir eru flugeldar fyrir áramótin.