Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Reykjanesbær: Átta fengu umhverfisverðlaun
Föstudagur 20. júlí 2007 kl. 11:45

Reykjanesbær: Átta fengu umhverfisverðlaun

Reykjanesbær veitti í gær árlegar umhverfisviðurkenningar bæjarins og voru að þessu sinni veitt  átta verðlaun fyrir snyrtilega garða og viðhald húsa.

Verðlaun fyrir vel við haldið hús og fallega og snyrtilega garða fengu:

Bragavellir 4, eigendur Þorsteinn Sæmundsson og Magnea G. Stefánsdóttir.

Bragavellir 12, eigendur Skúli Ágústsson og Stella M. Thorarensen.

Háholt 8, eigendur Einar Magnússon og Ingibjörg Bjarnadóttir.

Meistrarahús ehf fékk viðurkenningu fyrir fallegt hús og frágang að Pósthússtræti 1 og 3.

Reynir Sveinsson fékk viðurkenningu fyir vel heppnaða endurbyggingu á húsi og lóð að Suðurgötu 37.

Ásgeir Ingimundarson og Sigríður Guðbergsdóttir fengu viðurkenningu fyrir vel við haldið hús og fallegan og snyrtilegan garð til margra ára að Brekkustíg 10.

Fasteign ehf vegna Heiðarskóla - viðurkenning fyrir mjög snyrtilegt hús og lóð og vel við haldið.

Þá fengu Katý Hafsteinsdóttir og Þorsteinn Jónsson viðurkenningu fyrir vel heppnaða endurbyggingu á húsi, lóð og grindverki að Aðalgötu 17.

Myndir af viðkomandi húsum og görðum verða birtar í næsta tölublaði Víkurfrétta.

Meðfylgjandi myndir eru frá verðlaunaafhendingunni í Duus-húsum í gær.


VF-myndir: elg



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024