Reykjanesbær: Áhrifin af Helguvík jákvæð

Norðurál áformar að reisa álver á næstu 6-8 árum á iðnaðarsvæðinu við Helguvík á Reykjanesi. Áætlað er að hefja framkvæmdir fyrir árslok 2007 sem fara fram í áföngum. Stefnt er að framleiðslu 250.000 tonna áls árið 2015.
Hannes segir að langur framkvæmdatími muni draga úr hættu á því að framkvæmdirnar stuðli að ofþenslu á byggingamarkaði. Hann segir forsendur útreiknings vegna álversins byggðar á reynslu af þeim verkefnum sem áður hafa verið gerð og af alþjóðlegum rannsóknum á margfeldisáhrifum af svo stórum framkvæmdum.