Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær: Áhrifin af Helguvík jákvæð
Þriðjudagur 12. júní 2007 kl. 01:01

Reykjanesbær: Áhrifin af Helguvík jákvæð

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir staðbundin áhrif vegna álvers við Helguvík mikil. Fyrir hvert eitt starf í álverinu, verða tvö störf utan þess eða 1.200 ný störf alls. Varanleg fólksfjölgun á Suðurnesjum, er áætluð um 2.000 manns. Einnig aukast tekjur Reykjanesbæjar um 20%. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Norðurál áformar að reisa álver á næstu 6-8 árum á iðnaðarsvæðinu við Helguvík á Reykjanesi. Áætlað er að hefja framkvæmdir fyrir árslok 2007 sem fara fram í áföngum. Stefnt er að framleiðslu 250.000 tonna áls árið 2015.

Hannes segir að langur framkvæmdatími muni draga úr hættu á því að framkvæmdirnar stuðli að ofþenslu á byggingamarkaði. Hann segir forsendur útreiknings vegna álversins byggðar á reynslu af þeim verkefnum sem áður hafa verið gerð og af alþjóðlegum rannsóknum á margfeldisáhrifum af svo stórum framkvæmdum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024