Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær ætlar að vera í forystu í notkun vinstvænnar orku í samgöngum
Þriðjudagur 1. mars 2011 kl. 10:41

Reykjanesbær ætlar að vera í forystu í notkun vinstvænnar orku í samgöngum

Reykjanesbær hyggst vera í forystu bæjarfélaga til að stuðla að notkun vistvænnar orku í samgöngum. Markmiðið er að innan fimm ára verði öll samgöngutæki sem bærinn nýtir, svo sem almenningsvagnar og þjónustubílar, knúnir vistvænum orkugjöfum. Þetta kemur fram í nýrri fundargerð bæjarráðs Reykjanesbæjar.

Leitað verður samstarfs við helstu fyrirtæki sem tengjast Reykjanesbæ. Verkefninu verður áfangaskipt m.a. þannig að ákveðin hverfi eða svæði, eins og Ásbrú, verða helguð vistvænum samgöngum. Mikilvægt er að nýta vel þá vistvænu orkugjafa sem til staðar eru s.s. metan en um leið ber að hvetja til frekari framþróunar á öðrum vistvænum orkugjöfum í samgöngutæki s.s. vistvænu metanóli og raforku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024