Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær: 8,1 milljarða tap á síðasta ári
Miðvikudagur 6. maí 2009 kl. 09:07

Reykjanesbær: 8,1 milljarða tap á síðasta ári


Stórfellt tap varð á rekstri  bæjarsjóðs Reykjanesbæjar á síðasta ári. Tap samstæðurnar (A og B hluta)  nemur 8,1 milljarði króna en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir tapi upp á tæpar 32 milljónir. Til samanburðar þá var hagnaður af rekstri samstæðunnar tæpir 2,5 milljarðar árið 2007.

Stóran hluta tapsins má rekja til Hitaveitu Suðurnesja en mikið tap varð á rekstri félagsins á síðasta ári. Það nemur um 11,7 milljörðum króna og þarf bæjarfélagið að bókfæra tapið af eignarhlut sínum í félaginu. Tap Reykjanesbæjar vegna HS nemur samtals ríflega 4 milljörðum króna.
Tap á a – hluta bæjarsjóðs nam rúmum 3 milljörðum króna en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir hagnaði upp á 7,5 milljónir króna.

Þetta kom fram á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í gær þar sem ársreikningur síðasta árs kom til fyrri umræðu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024