Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbær: 3,6 milljarðar greiddir í húsaleigu
Föstudagur 4. desember 2009 kl. 08:14

Reykjanesbær: 3,6 milljarðar greiddir í húsaleigu


Reykjanesbær hefur greitt Eignarhaldsfélaginu Fasteign (EFF)  3,6 milljarða króna í leigugreiðslur frá árinu 2003. Heildararðgreiðslur til Reykjanesbæjar nema ríflega 184 milljónum króna en bærinn á 23% virkan hlut í félaginu.
Heildargreiðslur Reykjanesbæjar fyrstu 10 mánuði ársins til EFF nema tæpum 927 milljónum króna.

Þetta kemur fram í skriflegum svörum Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, við fyrirspurnum Ólafs Thordersen, bæjarfulltrúa A-lista, vegna Fasteignar.
Í svörum Árna segir að greining KPMG sýni að samstarfið í EFF skili 20-30% lægri byggingarkostnaði hjá þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að félaginu. Leigugreiðslur skapi aukið eignavirði sveitarfélaganna í EFF á greiðslustíma. Leigan sé nýtt til að greiða niður lán vegna fjárfestinga sveitarfélaganna og myndi þannig smám saman hreina eign í félaginu.

Um þessar mundir eru til nánari skoðunar nánari reglur um útfærslu á leigufyrirkomulagi að 30 árum liðnum frá því samningur er gerður. Sveitarfélögin munu þá væntanlega hafa val um þrennt: Að kaupa eignina til baka á ákveðnu hagstæðu verði, leigja áfram á verði í samræmi við stöðu lána á umræddri eign og áætlaðan viðhalds- og umsjónarkostnað, eða að ljúka leigutíma og ganga frá samningi. Fullmótaðar hugmyndir munu væntanlega liggja fyrir í árslok, samkvæmt því sem fram kom í svörum Árna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024