Reykjanesbær 10 ára í dag!
Reykjanesbær heldur í dag upp á 10 ára afmæli sveitarfélagsins og verður ýmislegt um að vera um helgina af því tilefni. Kaffihátíðin er kominn í fullan gang og eru fjölmargir viðburðir í bænum tengdir henni alla helgina.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að ekkert væri meira við hæfi en að bjóða upp á kaffi í afmælisveislu eins og þessari og bætti því við að á bæjarskrifstofunni hafi verið boðið upp á Mokkatertu í tilefni dagsins.
„Svo er ekki verra að halda upp á afmælið með góðu gengi í stjórnsýsluverkefni Bertelsmann. Það var góð gjöf, sem við reyndar unnum fyrir“, og vísaði þar í könnun sem var gerð á sveitarfélögum á Norðurlöndum og vf.is hefur þegar fjallað um.
Árni taldi að þessi góða útkoma væri líka viðurkenning á fyrirhyggjunni sem réð því er Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuðust fyrir 10 árum síðan. „Hér eru þrjú sveitarfélög sem höfðu vit á að sameinast. Fyrir vikið varð til nógu öflugt sveitarfélag sem getur staðist það besta sem býðst hjá sveitarfélögum annarsstaðar.“
Að lokum sagðist Árni horfa björtum augum fram á veginn og taldi enga ástæðu til annars.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að ekkert væri meira við hæfi en að bjóða upp á kaffi í afmælisveislu eins og þessari og bætti því við að á bæjarskrifstofunni hafi verið boðið upp á Mokkatertu í tilefni dagsins.
„Svo er ekki verra að halda upp á afmælið með góðu gengi í stjórnsýsluverkefni Bertelsmann. Það var góð gjöf, sem við reyndar unnum fyrir“, og vísaði þar í könnun sem var gerð á sveitarfélögum á Norðurlöndum og vf.is hefur þegar fjallað um.
Árni taldi að þessi góða útkoma væri líka viðurkenning á fyrirhyggjunni sem réð því er Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuðust fyrir 10 árum síðan. „Hér eru þrjú sveitarfélög sem höfðu vit á að sameinast. Fyrir vikið varð til nógu öflugt sveitarfélag sem getur staðist það besta sem býðst hjá sveitarfélögum annarsstaðar.“
Að lokum sagðist Árni horfa björtum augum fram á veginn og taldi enga ástæðu til annars.