Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbæingar lélegir flaggarar
Þriðjudagur 8. júní 2004 kl. 11:46

Reykjanesbæingar lélegir flaggarar

Íbúi í Reykjanesbæ hafði samband við Víkurfréttir og vakti athygli á því að íbúar í Reykjanesbæ væru lélegir flaggarar þegar kæmi að hátíðisdögum. Benti hann á að á sjómannadaginn vantaði víða þjóðfánann í stangir við opinberar stofnanir og hjá fyrirtækjum. Einnig þóttu fánastangir við heimahús illa nýttar á sjómannadaginn. Verst þóttu þessum íbúa þó að sjá að hagsmunaaðilar létu það eiga sig að flagga í tilefni dagsins. Nú eru hins vegar tvær hátíðir framundan, Kaffihátíð í Reykjanesbæ um helgina og sjálfur þjóðhátíðardagurinn 17. júní í næstu viku. Þá verða íbúar Reykjanesbæjar vonandi duglegri að flagga en á sjómannadaginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024