Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesbæ beri að afhenda samninga við Thorsil
Fimmtudagur 11. ágúst 2016 kl. 09:15

Reykjanesbæ beri að afhenda samninga við Thorsil

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að Reykjanesbæ beri að afhenda samninga sem bærinn gerði við Thorsil vegna kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Thorsil lagðist upphaflega gegn því að samningarnir yrðu afhentir.

Úrskurðarnefnd telur að upplýsingarnar sem koma fram í þremur samningum Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar við Thorsil vegna kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík varði ekki mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reykjanesbær hafnaði því að afhenda þrjá samninga sem gerðir voru við Thorsil í lok árs 2013 og í apríl og maí 2014. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Heildarfjárfesting félagsins er sögð nema 28 milljörðum króna en í verksmiðjunni á að framleiða allt að 54 þúsund tonn af kísilmálmi, kísilduft og gjall.

Í umsögn Reykjanesbæjar um kæruna kom fram að í samningunum væru ákvæði sem væru fjárhagsleg og þar væru jafnframt viðkvæmar upplýsingar um rekstur fyrirtækisins. Það gæti skaðað mjög viðskiptalega hagsmuni Thorsil ef upplýst yrði um samninga félagsins við Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn.

Úrskurðinn má sjá í heild sinni hér.