Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanes í sjónvarpsþætti Jóns Óttars
Skjáskot úr kynningarmyndbandi þáttarins.
Miðvikudagur 7. janúar 2015 kl. 12:54

Reykjanes í sjónvarpsþætti Jóns Óttars

Fór í fjórhjólaferð við Grindavík, á þotuskíði frá Keflavík og í ævintýri í Sandvík.

Reykjanes var í stóru hlutverki í nýjasta þætti sjónvarpsþáttaraðarinnar Dulda Ísland, sem hóf göngu sína á Stöð 2 fyrir skömmu. Sjónvarpsmaðurinn Jón Óttar Ragnarsson fór m.a. í spennandi fjórhjólaferð við Grindavík og umhverfið þar naut sín vel á skjánum. 

Þá var farið á þotuskíði frá smábátahöfninni í Gróf í Keflavík og einnig var brugðið á leik á kraftmiklum bátum í Sandvík á Reykjanesi.

Í þáttunum skoðar Jón Óttar helstu perlur landsins með þjóðþekktum einstaklingum og kynnir okkur fyrir duldum stöðum á Íslandi. Samferðarmenn hans eru meðal annars Magnús Scheving, Eiður Smári, Þorvaldur Davíð, Björn Hlynur Haraldsson, Erpur og Vilborg Arna pólfari. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024