Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykingar unglinga: Yfir 7% unglinga á Reykjanesi reykja
Föstudagur 14. febrúar 2003 kl. 09:30

Reykingar unglinga: Yfir 7% unglinga á Reykjanesi reykja

Samkvæmt könnun sem náði til rúmlega 20 þúsund grunnskólanemenda á aldrinum 12 til 16 ára kemur fram að reykingar hafa minnkað um meira en þriðjung á fjórum árum. Unglingar á Reykjanesi reykja næstmest eða um 7%. Unglingar í Reykjavík reykja mest en þar reykja um 8% þeirra. Unglingar á Ísafirði, í Vestmannaeyjum og á Seltjarnarnesi reykja hinsvegar minnst eða um 2%.Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins var könnunin gerð af héraðslæknum víðs vegar um landið síðastliðið vor í samvinnu við Krabbameinsfélag Reykjavíkur. Meginniðurstaðan er að 6,8% unglinga á aldrinum 12-16 ára reykja en sambærileg tala árið 1998 var 11,4% sem þýðir að reykingar hafa dregist saman um meira en þriðjung. Reykvískir unglingar púa mest eða tæplega 8%. Þeir hafa þó tekið sig á því 1974 reykti um þriðjungur allra unglinga á þessum aldri í Reykjavík. Innan við 2% reykja hins vegar á Ísafirði, í Vestmannaeyjum og á Seltjarnarnesi. Reykingar eru mismunandi eftir landshlutum. Vestfirskir unglingar reykja minnst og þar er hlutfallið 3,6%. Næst kemur Vesturland með 4,5%, Norðurland eystra tæp 5%, Suðurland tæp 6%, Norðurland vestra 6,6% og yfir 7% unglinga á Reykjanesi brúka tóbak.

Herferð gegn reykingum virðist ekki hafa haft áhrif á austfirska unglinga því sama hlutfall unglinga reykir þar og fyrir rúmum fjórum árum eða yfir 7%. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að viðhorfsbreytingar til tóbaks sé meginskýringin á því að í heild hafi reykingar minnkað. Hún bendir líka á að aðgengi að tóbaki hafi minnkað og verðið hafi hækkað. Guðlaug segir reyndar að verðið mætti vera enn hærra og vill að reykingar verið með öllu bannaðar á kaffi-og veitingahúsum. Norðmenn og Svíar stefni að því að koma á slíku allsherjarbanni frá næstu áramótum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024