Atnorth
Atnorth

Fréttir

Reyk lagði frá Erlingi
Mánudagur 21. júní 2004 kl. 10:28

Reyk lagði frá Erlingi

Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar niður að höfn um miðnætti þar sem reyk lagði upp frá fiskiskipinu Erlingi sem lá þar bundinn við bryggju.

Við nánari eftirgrennslan reyndist enginn eldur vera um borð heldur stafaði reykurinn af neyðarbauju sem hafði af einhverri ástæðu farið í gang. Málið skýrðist áður en frekari liðsauki var kallaður út.

VF-mynd: Úr safni

Bílakjarninn
Bílakjarninn