Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Réttum í Grindavík frestað fram á sunnudag
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 20. september 2019 kl. 16:34

Réttum í Grindavík frestað fram á sunnudag

Rétta átti í Þórkötlustaðarétt á morgun, laugardaginn 21. september kl. 14:00 en vegna veðurs verðum þeim frestað fram á sunnudag 22. september kl.14:00.

Réttirnar í Grindavík eru vinsælar og vel sóttar af gestum. Spáð er vætu og því um að gera að klæða sig vel.

Gestir eru beðnir um að sýna tillitssemi við bændur og sauðfé og er fólk hvatt til að nýta sér göngustíga meðfram Austurvegi og Grindvíkingar beðnir um að skilja bílana eftir heima, segir á vef Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024