Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Réttindalausir ökumenn í vímu
Þriðjudagur 9. október 2012 kl. 03:00

Réttindalausir ökumenn í vímu

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvo ökumenn um helgina vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Báðir reyndust þeir vera án ökuréttinda. Annar þeirra, karlmaður um tvítugt, hafði tekið bílinn sem hann ók, í óleyfi. Hann viðurkenndi brot sitt.

Hinn, karlmaður á þrítugsaldri, sagðist vera með ökuréttindi en ekki vera með ökuskírteinið meðferðis. Við nánari skoðun kom í ljós að hann var próflaus. Þriðji ökumaðurinn, sem ók réttindalaus um helgina, reyndist vera með ógilt ökuskírteini.
 
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024