Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Réttindalausir á lyfturum
Mánudagur 1. maí 2017 kl. 06:00

Réttindalausir á lyfturum

Karlmaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni, þar sem hann ók um á lyftara, reyndist vera sviptur ökurétti. Þá gat hann ekki framvísað vinnuvélaskírteini og reyndist ekki vera skráður með nein slík réttindi. Brotin verða honum dýrkeypt því viðurlög vegna aksturs vinnuvélar sviptur ökurétti nema 50 þúsund krónum, auk þess sem hann þarf að greiða fimm þúsund krónur fyrir að stjórna lyftaranum án vinnuvélaréttinda. Eitt skilyrði fyrir akstri vinnuvéla er að vera með ökuréttindi í lagi.

Annar einstaklingur sem var við vinnu á körfulyftara reyndist heldur ekki vera með vinnuvélaréttindi. Ofan í kaupið hafði hann valdið tjóni á bifreið sem stóð í námunda við vinnustaðinn. Hafði maðurinn verið að snúa körfulyftunni og lenti þá neðsti hluti hennar á bifreiðinni með þeim afleiðingum að afturrúða hennar brotnaði og skottlokið beyglaðist.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024