Þriðjudagur 14. nóvember 2006 kl. 09:05
Réttindalaus við akstur og með stolna fartölvu
Seint í gærkvöldi stöðvuðu lögreglumenn ökumann bifreiðar, þar sem hann var án ökuleyfis. Við athugun kom í ljós að í bifreiðinni hjá honum var fartölva sem hann viðurkenndi að hafa tekið í húsi í Keflavík þar sem hann braust inn um sl. helgi. Málið er í rannsókn.