Réttindalaus olli árekstri
– Engin slys urðu á fólki, en talsvert tjón á bifreiðum.
Ökumaður, sem ók í veg fyrir bifreið á gatnamótum í Grindavík um helgina og olli þar með árekstri reyndist vera réttindalaus. Engin slys urðu á fólki, en bifreiðirnar skemmdust töluvert.
Þrjú umferðaróhöpp til viðbótar urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina, þar af tveir árekstrar. Engin slys urðu á fólki, en talsvert tjón á bifreiðum. Þá ók ökumaður af vettvangi eftir að hafa ekið á kyrrstæða og mannlausa bifreið. Lögregla hafði fljótlega upp á honum, en hann kvaðst þá hafa verið að flýta sér til vinnu. Hann verður kærður fyrir að hafa ekki tilkynnt um óhappið.