Réttindalaus og undir áhrifum olli slysi
Umferðaróhapp varð á Reykjanesbrautinni á Strandarheiði rétt vestan við Kúagerði í morgun. Þar mun ökumaður hafa sofnað undir stýri og lent utan í sendiferðabifreið sem hann ók á eftir.
Tjónvaldur er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var hann færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum.