Réttindalaus og beltislaus að tala í síma
Lögreglan á Suðurnesjum hefur undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem ekki hafa verið til fyrirmyndar í umferðinni.
Einn þeirra, rúmlega tvítugur karlmaður, talaði í síma án handfrjáls búnaðar, var ekki í bílbelti, hafði trassað að færa bílinn til endurskoðunar og var ökuréttindalaus.
Tveir til viðbótar voru ekki með beltin spennt.
Þá hafa númer verið klippt af sjö bifreiðum að undanförnu, þar sem þær voru ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar á tilskildum tíma.