Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 27. febrúar 2004 kl. 12:54

Réttindalaus með fjóra farþega og dóp

Lögreglan í Keflavík hafði hendur í hári ökumanns í nótt sem var án ökuréttinda. Hann var jafnframt með fjóra farþega með sér í bílnum. Þá fannst í bifreiðinni meint fíkniefni og tæki til fíkniefnaneyslu.  Ökumaður og fjórir farþegar voru handteknir og færðir í fangaklefa vegna frekari málsrannsóknar. 

Í nótt voru tveir ökumenn stöðvaðir á 111-113 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klst.   Þrjár bifreiðar voru boðaðar í skoðun, þar sem eigendur/umráðamenn hafa ekki sinnt að fara með þær í skoðun á tilsettum tíma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024